Samstarfsaðilar okkar
Palfinger er leiðandi framleiðandi á krönum og ýmsum lyfti- og öryggisbúnaði, sem og létta- og björgunarbátum. Kranar, spil og lyftibúnaður fyrir skip og báta af öllum stærðum og gerðum, fiskeldi, vindmillur, olíuborpalla og margt fleira er meðal Þess búnaðar sem Palfinger framleiðir og þjónustar. Hröð þjónusta, skilvirkni og áreiðanleiki eru gildi sem Palfinger byggir á.
Azcue dælur eru framleiddar á Spáni hafa eru mikið notaðar um allan heim. Hér á Íslandi hefur markaðshlutdeild þeirra vaxið stöðugt og sífellt fleiri skip og bátar eru búin þessum frábæru dælum. Dælurnar eru framleiddar í öllum stærðum og gerðum og yfir 100 ára saga fyrirtækisins segir allt sem segja þarf um gæði og áreiðanleika framleiðslunnar.
Skipasmíðastöðin Safe í Gdansk í Póllandi hefur mikla reynslu í viðhaldi, breytingum og endurbyggingu skipa og báta. Alkor hefur starfað frá árinu 1989 og er ein af fáum einkareknu skipasmíðastöðvum í Póllandi.
Eltorque í Noregi er leiðandi framleiðandi í “actuatorum” fyrir loka af öllum gerðum og stærðum. Flest ný RSW kerfi eru með stjórnbúnað og “actuatora” frá Eltorque.
Bollfilter er leiðandi framleiðandi á síum og hreinsibúnaði. Fjölbreytt úrval af ýmisskonar búnaði til hreinsunnar á olíu, kjölfestuvatni og fleiru.
Alu design þæginlegir og praktískir
skipstjórastólar. Ýmsar gerðir og útfærslur eru fáanlegar sem henta bæði litlum bátum og stórum skipum. Einnig framleiðir Alu designr frábæra skrifstofustóla.
Luminell er norskt fyrirtæki sem framleiðir hágæða LED ljóskastara í mörgum mismunandi stærðum og gerðum sem og leitarljós fyrir skip og báta.
Niigata framleiðir vélar af öllum stærðum og gerðum. Niigata vélar hafa verið í íslenskum skipum í nærri 50 ár og hafa reynst gríðarlega vel.
Hér eru svo ýmsir birgjar sem við erum í samstarfi við. Endilega ýttu á “sjá meira” til að sjá lista yfir þá og hvern á að vera í sambandi við til að fá aðstoð með vörur og varahluti.