Ný heimasíða í loftið
Við hjá Atlas opnum í dag nýja heimasíðu, sem unnið hefur verið að undanfarið. Við erum ánægð með síðuna og vonumst til að hún hjálpi viðskiptavinum okkar til að finna það sem þá vantar og okkur þá um leið til að eflast og vaxa.
Á heimasiðunni munum við miðla upplýsingum um vörur okkar og þjónustu og það sem að við erum að fást við hverju sinni. Ætlunin er að miðla hér fréttum af starfsemi okkar og daglegum verkefnum, jafnt stórum sem smáum, bæði í máli og myndum. Hér á fréttasíðunni er stefnt að því að miðla daglegum viðburðum og segja frá því helsta sem er að gerast í starfseminni.
Heimasíða sem þessi er í sífelldri mótun og uppfærslu og vonumst við til að á næstu vikum og mánuðum muni efni á henni vaxa og verða ítarlegara en er nú við opnun hennar. Um leið og þessi nýja síða fer í loftið lokum við þeirri heimasíðu sem við höfum verið með í loftinu mörg undanfarin ár enda er hún orðin barn síns tíma og þurfti verulega á uppfærslu að halda. Við vonum að þessi nýja heimasíða verði viðskiptavinum okkar til gangns enda á hún að vera afar einföld og þægileg í notkun.