Palfinger á ferð um landið
Atlas hf í samvinnu við Palfinger er nú með sýningarbíl á ferð um landið. Bíllinn er af gerðinni Scania en hann er útbúinn með Palfinger PK 58.002 TEC 7 krana og ábygging bílsins er gerð hjá Palfinger. Fyrsta sýning á tækinu var við húsnæði Atlas hf á Hvaleyrarbraut 2 í Hafnarfirði, sl. föstudag, en síðan var haldið af stað í hringferð um landið. Fyrsti viðkomustaður var á Akranesi, sl mánudagsmorgun, en síðan var haldið í Borgarnes og í gær var tækið sýnt í Ólafsvík. Í dag eru svo viðkomustaðirnir Blönduós og Sauðárkrókur en síðan verður haldið austur eftir norðurlandi. Alls eru sýniningarstaðir í ferðinni 17 talsins.
Allir eru velkomnir á sýningarnar og er frábært að skoða og kynna sér vönduð vinnubrögð Palfinger við ábygginguna á bílinn en einnig geta þeir sem reynslu og réttindi hafa fengið að prófa virkni og stjórnun þessa gríðarlega flotta Palfinger krana.